Allar fréttir

90% samdráttur í flugi til Egilsstaða

Fjöldi farþega sem fór um Egilsstaðaflugvöll í aprílmánuði var aðeins rétt rúm 10% af þeim fjölda sem fór um völlinn á sama tíma í fyrra. Mikil samdráttur er í flugi út af Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Helgin á Austurlandi – Máni syngur Bubba á Tehúsinu

Með hækkandi sól og meiri slaka í regluverki sóttvarna fer aftur að færast líf í viðburðahald á Austurlandi líkt og annarsstaðar. Nú í kvöld ætlar Hafþór Máni Valsson, ásamt Friðriki Jónssyni gítarleikara, að spila og syngja nokkur af ástsælustu lögum Bubba Morthens á Tehúsinu á Egilsstöðum. Einnig er boðið upp á karókí, kvikmyndasýningu og skipulagða fuglaskoðun.

Lesa meira

Ferðamenn vilja vera í sóttkví á Íslandi

Austfirskum gististöðum hafa borist fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum sem vilja fá að vera þar í sóttkví áður en þeir fara að ferðast um landið. Slíkt er heimilt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lesa meira

Fyrirsjáanlegt að tekjur sveitarfélaga rýrna

Covid-19 faraldurinn heggur skarð í fjármál margra sveitarfélaga á sama tíma og þrýst á þau að ráðast í útgjöld til að spyrna við neikvæðum áhrifum á efnahag landsins. Faraldurinn hefur einkum áhrif á sveitarfélög eins og Seyðisfjörð þar sem mikil uppbygging hefur verið í þjónustu við ferðamenn. Bæjarstjórinn segir erfitt að ráða í óvissuna.

Lesa meira

Fyrstu leikirnir um sjómannadagshelgina

Fyrstu knattspyrnuleikirnir á Austurlandi á þessari leiktíð verða um sjómannadagshelgina þegar bikarkeppni Knattspyrnusambandsins hefst. Ekki verður leikið í Íslandsmótinu eystra fyrr en í lok júní.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar