Leitarflokkar fínkemba nú svæði í Vopnafirði í leit að skipverja af fiskiskipi sem talinn er hafa fallið útbyrðis þegar skipið var á leið til hafnar í gærmorgun. Leitað er út frá ákveðnum punkti en ýmislegt getur haft áhrif á leitina.
Undirbúningsnefnd um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur til skoðunar að láta velja nafn á nýtt sveitarfélag samhliða forsetakosningum í lok júní. Stefnt er á að kjósa sveitarstjórn þann 19. september.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hefur ákveðið að hætta að gefa upp fjölda einstaklinga í sóttkví á svæðinu þar sem þær hafa verið á skjön við upplýsingar sem gefnar eru út á landsvísu.
Björgunarfólk leitar enn að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi sem kom til hafnar á Vopnafirði fyrri partinn í gær. Aðstæður til leitar eru eins góðar og hægt er að vonast eftir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og fimm kafarar eru meðal þeirra sem tekið hafa þátt í leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til Vopnafjarðar.
Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við nýja snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði fyrr en Minjastofnun hefur gefið út að óhætt sé að hefja vinnu. Á fyrirhugðu framkvæmdasvæði er að finna minjar allt frá landsnámsöld sem stofnun vill að verði rannsakaðar. Skoðað er hvort hægt sé að breyta hönnun garðanna til að hlífa minjum og flýta framkvæmdum.