Yfir 1000 manns á Austurlandi eru nú skráð á hlutabótaleið ríkisins. Atvinnuleysi hefur stóraukist á fáum mánuðum. Líkt og á landinu öllu verður ferðaþjónustan verst úti.
Vopnfirðingar hafa undanfarna daga velt vöngum yfir hver sé eigandi hænu sem fannst í bænum á þriðjudag. Ekki er ljóst hvernig hænan endaði í þorpinu en ekki er óþekkt að þær húkki sér far með bifreiðum.
Listahátíðinni LungA, sem haldin hefur verði árlega á Seyðisfirði frá árinu 2000, verður ekki haldin í sumar vegna Covid-19 faraldursins. Tuttugu ára afmælisfögnuði er því frestað um ár.
Tinna Rut Þórarinsdóttir, tvítug blakkona úr Þrótti Neskaupstað, skrifaði í síðustu viku undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Lindesberg og mun leika með því næsta vetur.
Íbúar á Borgarfirði eystra hafa fengið afhentan sjúkrabíl. Hann eykur öryggi gesta og íbúa en áður þurfti sjúkrabíll að koma frá Egilsstöðum ef mikið lá við. Hópur sjálfboðaliða, sem fengið hefur þjálfun, sinnir þar fyrstu hjálp.
Ökumaður bifreiðar virðist hafa sloppið merkilega vel eftir að hafa endað á tré við Egilsstaðabýlið í gær. Sjónarvottar segja bílnum hafa verið ekið á mikilli ferð í aðdraganda atviksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið opnar á fjármögnun einstakra framkvæmda með veggjöldum. Nýr vegur yfir Öxi er meðal þeirra framkvæmda sem stendur til að ráðast í með slíkri fjármögnun verði frumvarpið að lögum. Fyrirhugað er að fjármagna jarðgöng á Austurlandi á svipaðan hátt.