Allar fréttir

Minni áhrif eystra í mars

Minni fækkun varð á fjölda gistinátta á Austurlandi í mars heldur en í öðrum landshlutum. Merkja má samt veruleg áhrif Covid-19 faraldursins í hagtölum ferðaþjónustu á svæðinu.

Lesa meira

Var að flýta sér á Hólmahálsinum

Par frá Egilsstöðum eignaðist sitt fjórða barn á aðeins öðrum stað en það bjóst við í síðustu viku. Nánar tiltekið á bílastæðinu á Hólmahálsi milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Litlu stúlkunni lá það mikið á að foreldrunum gafst ekki tími til að komast á sjúkrahúsið í Neskaupstað.

Lesa meira

Minna á að áfram þurfi að fara varlega

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir íbúa á að áfram þurfi að sýna aðgæslu og huga að sóttvörnum þótt íbúar finni fyrir létti þar sem byrjað er að slaka á samkomubanni vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Viðspyrna fyrir Austurland

Ríkisstjórnin kynnti nýverið annan áfanga efnahagsaðgerða sinna undir yfirskriftinni „Viðspyrna fyrir Ísland“. Í fyrsta áfanga fyrir um mánuði síðan voru kynntar miklar fjárfestingar í samgöngum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti. Mikill einhugur er um að bregðast hratt við þeim usla sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið um allan heim. Áskorunin er tvíþætt, annars vegar hefur innlend eftirspurn dregist saman og hins vegar er algert frost í ferðaþjónustu á heimsvísu

Lesa meira

Nýir Borgfirðingar fá sængurgjöf

Fyrirtækið Íslenskur dúnn og æðabændurnir Jóhanna Óladóttir og Ólafur Aðalsteinsson hafa tekið höndum saman um að færa væntanlegum foreldrum á Borgarfirði eystra sannkallaða sængurgjöf.

Lesa meira

Munu framvegis senda út tilkynningar tvisvar í viku

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hefur ákveðið að hætta að senda út daglegar tilkynningar um aðgerðir og ástand á svæðinu vegna heimsfaraldurs Covid-19 því langt er frá síðasta smiti. Framvegis verða sendar út tilkynningar tvisvar í viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.