Vegagerðin stefnir að því að geta boðið út nýjan Axarveg að ári verði frumvarp samgönguráðherra um samvinnuverkefni í vegagerð samþykkt á Alþingi. Lokið verður við rannsóknir og mælingar á næstu mánuðum.
Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps hefur lagt til að Sara Elísabet Svansdóttir verði ráðin í starf sveitarstjóra fram yfir sveitarstjórnarkosningar vorið 2022.
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að boða til kynningarfunda um gerð strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði á Facebook. Vefsjá er nýtt til að taka á móti upplýsingum um hvernig íbúar og hagsmunaaðilar nýta svæðin.
Austurbrú stendur á miðvikudagsmorgnum fyrir samráðs- og upplýsingafundum fyrir ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu sem reyna að fóta sig í breyttum aðstæðum út af Covid-19 faraldrinum. Verkefnastjóri segir mikla óvissu á öllum ferðamörkuðum en segir stjórnendur austfirsku fyrirtækjanna mæta erfiðum aðstæðum af æðruleysi.