Ný akbraut við flugvöllinn á Egilsstöðum er meðal stærri samgönguframkvæmda sem eru hluti af 20 milljarða fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar til að mæta samdrætti í kjölfar covid-19 veirunnar. Bryggjur, vegir og ofanflóðavarnir eru meðal þess sem ráðist verður í á Austurlandi.
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands skorar á þá íbúa fjórðungsins sem geta að skrá sig í bakvarðasveit stofnunarinnar. Þörf er á að geta kallað út fólk ef upp kemur covid-19 smit í deild innan stofnunarinnar.
Tveir einstaklingar hafa verið greindir með covid-19 smit á Austurlandi. Á annað hundrað manns eru í sóttkví. Gripið hefur verið til aðgerða í Egilsstaðaskóla eftir að starfsmaður greindist með smit.
Fjórir einstaklingar á Austurlandi hafa greinst með covid-19 smit og 160 eru í sóttkví. Verið er að tryggja heilbrigðisþjónustu á Vopnafirði þar sem lykilstarfsmenn eru í sóttkví.
Ný leiðartafla til bráðabirgða fyrir Strætisvagna Austurlands (SvAust) mun taka gildi á mánudag. Þegar hafa verið gerðar breytingar á ferðum áætlunarbifreiða vegna samkomubanns og tilmæla sóttvarnalæknis.
Margvíslegar ráðstafanir hefur þurft að gera í grunn- og leikskólum Fjarðabyggðar í samræmi við ráðstafanir til að hindra útbreiðslu covid-19 veirunnar. Fræðslustjóri segir bæði nemendur og kennara hafa staðið sig vel við erfiðar aðstæður og eigi hrós skilið.
Þetta eru óvenjulegustu tímar sem ég hef upplifað í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Austurbrúar. Já, sennilega mætti taka dýpra í árinni og segja að þetta séu einfaldlega óvenjulegustu dagar sem maður hefur upplifað sem manneskja og þátttakandi í samfélaginu.