Allar fréttir

Segir fjármunum hafa verið forgangsraðað til rannsóknar á loðnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að núverandi ríkisstjórn hafi lagst á árarnar með Hafrannsóknastofnun og útgerðum loðnuveiðiskipa um leit að loðnu. Loðnubrestur annað árið í röð getur haft áhrif á framtíðarmöguleika á mikilvægum mörkum.

Lesa meira

Samið um skiptingu réttinda ef til virkjunar kemur

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur falið bæjarstjóra að undirrita samkomulag við ríkið um skiptingu tekna af vatnsréttindum ef Geitdalsárvirkjun verður reist. Því fylgir engin ákvörðun um hvort ráðist verði í virkjun.

Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Þorsteinn Ágústsson

Þórsteinn Ágústsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá fyrirtækinu Trackwell er búsettur í Neskaupstað ásamt fjölskyldu sinni. Þorsteinn er matgæðingur vikunnar að þessu sinni og ætlar að deila með okkur uppskrift af afar girnilegu kjúklinga enchiladas.  

Lesa meira

Kjörið tækifæri Kristjáns Þórs

Í kjölfar Samherjamálsins hafa komið fram vangaveltur um hæfi sjávarútvegsráðherra til að sinna embætti sínu. Þá má telja líklegt að andstöðu muni gæta við nýja reglugerð um grásleppuveiðar og þá ekki síst hjá smærri útgerðum. Raunar virðist sumum sú reglugerð vera sett fram með það að markmiði að eyðileggja núverandi kerfi svo menn muni taka kvótasetningu hrognkelsis fegins hendi þegar þar að kemur en þar má ljóst þykja að vilji ráðherra liggur. Að þessu sögðu má líka ljóst vera að ráðherra stendur frammi fyrir erfiðri áskorun að sanna fyrir almenningi að þar fari ekki handbendi stórútgerðarinnar. Á Borgarfirði eystri leynist stórgott tækifæri fyrir ráðherra til að gera einmitt það.

Lesa meira

Umboðsmaður Alþingis kallar eftir gögnum um sölu Rafveitu Reyðarfjarðar

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar um hvernig staðið var að sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar í lok síðasta árs. Á þessu stigi er beiðninni ætlað að safna upplýsingum um ráðstöfun sveitarfélaga á eignum almennt frekar en beinlínis sölunni sjálfri.

Lesa meira

Þorrablótið prófsteinn á áhuga á átthagafélögunum

Átthagafélög Austfirðinga á höfuðborgarsvæðinu halda í fyrsta sinn í ár sameiginlegt þorrablót. Nýr formaður Átthagafélags Héraðsbúa segir þróun í heimahögunum ýta undir frekari samvinnu átthagafélaganna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar