Allar fréttir

„Við viljum gera bæinn okkar betri og öruggari“

Slysavarnardeildin Hafdís á Fáskrúðsfirði setti á dögunum upp kistur með björgunarvestum á tveimur stöðum við bryggjur í bænum. Jóhanna Þorsteinsdóttir er í stjórn slysavarnardeildarinnar og segir vestin vera lið í því að gera bæinn betri og öruggari sem sé markmið deildarinnar.

Lesa meira

Vorveður á TTT móti við Eiðavatn

Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi hélt árlegt TTT-mót í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn á dögunum. Mótið fór vel fram að venju að sögn sr. Erlu Bjarkar Jónsdóttur, héraðsprests á Austurlandi.

Lesa meira

„Allir eru almennt glaðari í skólanum eftir bannið”

„Líklega var símabannið erfitt fyrir marga nemendur í upphafi, sérstaklega fyrstu vikurnar, en í vor var þetta bara orðið mjög eðliegt og allir eru sáttir,” segir Sebastían Andri Kjartansson, nemandi í grunnskóla Reyðarfjarðar, um bannið við almennri notkun snjalltækja sem gekk í gildi í grunnskólum Fjarðabyggðar þann 1. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira

Líf og fjör á dansnámskeiði

Dansinn dunar á Austurlandi þessa dagana, en Dansstúdíó Emelíu stendur fyrir námskeiði fyrir börn sem haldin eru á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Lesa meira

Natalia Ýr mun kenna börnum í Ghana stærðfræði í sumar

„Er í lagi að þú hringir eftir svona tíu mínútur, er að bíða eftir að ein kind beri hjá mér,” sagði Natalia Ýr Jóhannsdóttir við blaðamann í morgun, varðandi umsamið símtal vegna ferðar hennar til Ghana sem hefst á föstudaginn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar