Allar fréttir

Helgin: Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk!

Handverk og hefðir – Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Hvar liggja tækifærin? er yfirskrift málþings sem fram fer í Minjasafni Austurlands á laugardaginn. Þar verður fjallað um þjóðlegt handverk og hefðir í víðum skilningi og gestum gefst einnig kostur á að fá ráðgjöf varðandi þjóðbúninga frá sérfræðingum. Þá verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða á Austurlandi um helgina. 

Lesa meira

„Mikill sköpunarkraftur í ungum stelpum á Austurlandi“

Samtökin Stelpur Rokka! standa fyrir rokkbúðum fyrir stelpur og konur á Austurlandi í sumar. Guðrún Veturliðadóttir framkvæmdarstýra Stelpur Rokka! á Austurlandi segir mikinn sköpunarkraft búa í austfirskum stelpum.

Lesa meira

Sjómannadagshelgin: „Það fara bara allir í kraftgallana”

„Ég hef komið að undirbúningi sjómannadagshelgarinnar í fimmtán ár með hléum og man ekki til þess að hafa verið að undirbúa hana í snjókomu áður,” segir Kristinn Þór Jónsson, formaður sjómannadagsráðs á Eskifirði, en formleg dagskrá hennar hefst á Eskifirði á morgun.

Lesa meira

Fljótsdalshérað komið undir 150% skuldaviðmiðið

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur náð lögbundnu viðmiðið um að skuldir séu ekki meira en 150% af tekjum ári fyrr en áætlað var. Bæjarstjórinn segir ánægjulegt að hafa náð settu marki en áfram þurfi að gæta aðhalds í rekstri.

Lesa meira

HSA hlýtur jafnlaunavottun fyrst allra heilbrigðisstofnana hérlendis

„Það er algjört réttlætismál og sjálssögð krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Nú hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands fengið vottun þess efnis og erum við öll afar stolt af henni,” segir Guðjón Hauksson forstjóri HSA, sem hefur nú fyrst allra heilbrigðisstofnana á Íslandi, hlotið jafnlaunavottun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.