Allar fréttir

Forritar framtíðarinnar á Borgarfirði

„Tölvurnar komu sér mjög vel. Allir nemendur skólans nutu kennslu í forritun, yngsta stig þó aðeins færri tíma en mið-og elsta stig. Nemendur voru mjög áhugasamir og virkir í kennslustundum og fegnir að líta upp úr hefðbundnu námi,” segir Sigþrúður Sigurðardóttir skólastjóri, Grunnskóla Borgrafjarðar, en skólinn hlaut í desember styrk frá Forriturum Framtíðarinnar til að efla tæknikunnáttu í skólum.

Lesa meira

„Við tókum ítölskuna alla leið”

„Við ákváðum að breyta algerlega um konsept, færa okkur yfir á ítalska vísu, en þó eru nokkrir réttir með íslensku tvisti,” Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri 701 Hotels, um veitingastaðinn Glóð í Valaskjálf, sem nýlega var opnaður aftur eftir breytingar. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Glóð fyrir stuttu. 

Lesa meira

Samfélagssmiðja opnar í Blómabæjarhúsinu

Vorið 2017 auglýsti Norræna ráðherranefndin, á heimasíðu Skipulagsstofnunar, til umsóknar þátttöku í verkefni á vegum nefndarinnar. Bar verkefnið þann hógværa titil „Attractive Towns. Green redevelopment and competitiveness in Nordic urban regions. Towns that provide a good life for all.“ Sneri verkefnið að því að efla litla og meðalstóra bæi á Norðurlöndunum. Meginmarkmiðið með verkefninu var að móta sameiginlega norræna stefnu um hvernig þessir bæir gætu orðið meira aðlaðandi með þróun líflegs og sjálfbærs þéttbýlis með því að hafa að leiðarljósi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Nei eða já 26. október

Samstarfsnefnd um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hefur lagt til að kosið verði um sameininguna í lok október. Mikil vinna hefur verið lögð í að greina framtíðarhorfur nýs sveitarfélags í fjármálum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.