Allar fréttir

Dæmdur fyrir árás með skófluskefti

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nota skefti af álskóflu til að berja annan mann.

Lesa meira

„Öll þekking er af hinu góða“

Marta Guðlaug Svavarsdóttir, nemandi við Verkmenntaskóla Austurlands, varð hlutskörpust íslenskra þátttakenda í sínum aldursflokki í Bebras tölvuáskoruninni sem haldin var fyrir jól. Þrátt fyrir það segist hún ekki stefna á frekara nám í forritun. 

Lesa meira

Nemendur njóta kyrrðar í Engidal

„Kyrrðarathvarfið er hugsað fyrir nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu í venjulegum verkefnatímum og vilja sinna náminu í rólegu umhverfi,” segir Arnar Sigurbjörnsson, áfangastjóri við Menntaskólann á Egilsstöðum, en þar var nýlega formleg vígsla á kyrrðarstofu sem hlaut nafnið Engidalur.

Lesa meira

Afþreyingahús við Hulduhlíð

„Afþreyingahúsið verður kærkomin viðbót við okkar huggulega heimili,” segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð, en Thorsahús við Hulduhlíð verður vígt við hátíðlega athöfn í byrjun mars.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar