Tilnefning heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður til Eddu verðlaunanna var dregin til baka eftir að listi yfir tilnefndar myndir var opinberaður. Forsvarsmenn verðlaunanna svara ekki spurningum um forsendur breytingarinnar.
Dansað verður á þremur stöðum á Austurlandi á morgun fimmtudag, undir merkjunum Milljarður rís, sem er alþjóðleg dansbylting UN Women gegn kynbundnu ofbeldi.
Vala Friðriksdóttir frá Eskifirði hefur gengið í gegnum reynslu sem fæst okkar hafa upplifað, en barnsfaðir hennar og fyrrverandi maki er nú í kynleiðréttingarferli. Vala kaus að segja lesendum Austurgluggans sögu sína þar sem henni þótti skorta umræðu um transfólk í íslensku samfélagi og villdi leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna um þetta viðkvæma málefni .
Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ verður tilkynntur í húsnæði Austurbrúar í dag. Í hraðlinum er leitað eftir frumkvöðlum með hugmyndir um aukna verðmætasköpun og sjávarútvegi.
Listahátíðin List í ljósi hlaut í dag Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Annar stofnanda hátíðarinnar segir verðlaunin gæðastimpil fyrir hátíðina.
Vetrarhátíðin List í ljósi verður haldin á Seyðisfirði um helgina. Þó má segja að hátíðin í ár spanni heila viku því kvikmyndahátíðin „Flat Earth Film Festival” er í fyrsta skipti haldin undir merkjum hennar.