Hjúkrunarheimilin Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsalir á Fáskrúðsfirði voru meðal þeirra sem hlutu styrki úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu á dögunum. Styrkurinn er veittur til verkefnis sem nefnist Ungur nemur, gamall temur.
Lið Fjarðabyggðar vann Kópavog 82-71 í úrslitaþætti spurningakeppninnar Útsvars á föstudagskvöld og varð þar með það sveitarfélag sem oftast hefur unnið keppnina. Liðsmaður segir reynslu og herkænsku hafa borgað sig á lokasprettinum.
Rúmum sextíu milljónum var í gær veitt til 61 verkefnis úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem hefur það hlutverk að menningar- og nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.
Eskfirðingurinn Jens Garðar Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Laxa fiskeldi, sem meðal annars halda úti eldi í Reyðarfirði. Hann segir spennandi að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem fylgi auknu fiskeldi.
Sefþvari, sjaldséður flækingsfugl á Íslandi, heiðraði Fljótsdælinga með nærveru sinni um helgina. Sjaldgæft er að fuglinn sjáist þar sem hann er frekar styggur.