START aktursíþróttaklúbbur stendur fyrir tækjasýningu í Dekkjahöllinni á Egilsstöðum á laugardagskvöldið. Kristdór Þór Gunnarsson, forstjóri Dekkjahallarinnar, er í yfirheyrslu vikunnar.
Margrét Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Vopnafirði hefur beinbrotnað oftar en 70 sinnum og tekist á við töluverða erfiðleika sökum arfgenga sjúkdómsins „beinstökkva“ sem og alvarlegrar hryggskekkju. Hún náði að spyrna sér frá botninum gegnum markþjálfunarnám og horfir í dag öðrum og bjartari augum á lífið.
„Þetta er auðvitað úrslitaþáttur vetrarins og maður veit ekki með framtíð þáttanna,” segir Hákon Ásgrímsson, einn þeirra sem skipar lið Fjarðabyggðar sem mætir liði Kópavogs í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.
Pálmi Einarsson iðnhönnuður og Oddný Anna Björnsdóttir viðskiptafræðingur tóku sig upp síðasta sumar, seldu parhús í Kópavogi og keyptu jörðina Gautavík í Berufirði. Þar hyggjast þau stunda tilraunir í sjálfbærni, meðal annars eigin orkuframleiðslu og ræktun hamps sem nýtist sem hráefni í framleiðslu þeirra á hönnunarvörum.
Þorri hefst í dag með tilheyrandi skemmtanagleði landans þar sem menn koma saman og blóta Þorra að fornum sið. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst verða 16 þorrablót haldin í fjórðungnum í ár. Fimmtán eru staðfest og viðræður eru í gangi um sameiginlegt blót á Völlum og í Skriðdal.
Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður frá Vopnafirði, gerði skattlagningu að umtalsefni í jómfrúarræði sinni á Alþingi í gær. Hann sagði þar auð safnast í vaxandi mæli á fárra hendur og skattkerfið væri kerfi til að jafna aðstæður fólks.