Mikilvægt er að foreldrar eigi samtöl við börn sín um þær hættur sem felast í notkun samskiptaforrita og skapa öruggt umhverfi til að börnin geti leitað stuðnings ef þau lenda í ógöngum. Máli skiptir er að efla sjálfsöryggi ungmenna þannig þau geti sett í mörk í samskiptum sínum.
„Ég er mjög ánægður með þetta, en ég er þeirrar skoðunar að framtíð landsbyggðarinnar sé undir því komin að atvinnulífið sé fjölbreytt og þetta styður svo sannarlega við það,” segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en Minjastofnun Íslands hlaut á dögunum 21 milljón króna styrk vegna fjarvinnslustöðvar á Djúpavogi.
Körfuknattleiksmaðurinn Sigmar Hákonarson er íþróttamaður Hattar fyrir árið 2018. Íþróttafólk félagsins var heiðrað á þrettándabrennu á Egilsstöðum á sunnudagskvöld.
Aðeins tveir sálfræðingar eru starfandi hjá Skólaskrifstofu Austurlands en hún á að sinna greiningum og ráðgjöf við alla leik- og grunnskólum á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs. Forstöðumaður segist þó bjartsýnn á úrlausn mála.
Jörðin Karlsstaðir í Berufirði hefur verið auglýst til sölu. Þar hefur undanfarin ár verið byggð upp lífræn ræktun, ferðaþjónusta og menningarstarf undir merkjum Havarí. Ábúendur reikna alveg eins með að söluferlið geti tekið talsverðan tíma.