Allar fréttir
Hver er Austfirðingur ársins 2018?
Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.„Færri hafa komist að en vilja”
„Það hefur lengi verið á planinu að vera með námskeið fyrir austan auk þess sem við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um að koma þangað síðastliðin ár og ákváðum loksins að láta verða af því,” segir Erla Björndóttir hjá MUNUM, en hún og meðeigandi hennar, Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, verða með fyrirlestur og námskeið í markmiðasetningu og persónulegum vexti á Reyðarfirði í janúar.Framtíð í skapandi hugsun
Hæ. Ég heiti Hildur Vaka og er formaður leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Ég er á sviðslistalínu á listabraut. Mér finnst það svolítið skondið en jafnframt sorglegt að vera hálfnuð með skólagöngu mína við ME þar sem ég var fyrir nokkrum vikum að klára minn fyrsta sviðslistaráfanga.Tryggvi Ólafsson látinn
Myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafsson frá Norðfirði lést í gær eftir erfið veikindi. Tryggvi var í hópi þekktustu og virtustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.Vefurinn uppfyllir öll skilyrði sem nútíma síður þurfa að gera
„Vefurinn hefur margþættan tilgang. Hann er upplýsingagátt sveitarfélags og grunnskóla, samansafn sagna og myndefnis og auðvitað góður vettvangur fyrir ferðamenn að afla upplýsinga um svæðið og þá þjónustu sem er hér í boði,” segir Hafþór Snjólfur, margmiðlunarhönnuður sem hefur haft veg og vanda af uppfærslu upplýsingavefs fyrir Borgarfjörð eystri.Glímubrögðin hafa nýst í dyravörslu
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson frá Reyðarfirði var kosinn glímumaður ársins ásamt Kristínu Emblu Guðjónsdóttur af Glímusambandsins Íslands á dögunu, en bæði keppa þau undir merkjum UÍA. Ásmundur er í yfirheyrslu vikunnar.