Margir eru fastheldnir á matarhefðir í kringum jól og ekki er óalgengt að síld sé höfð á borðum á þeim tíma, gjarnan marineruð í kryddlegi eða í kaldri mæjónessósu. Smurbrauðsjómfrúin Tinna Rut Ólafsdóttir á Norðfirði hefur sérstakt dálæti á síld og segir að þjóðin ætti að vera miklu duglegri að leika sér með hana sem hráefni.
Miðstjórn Ungs Austurlands hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með rýran hlut Austurlands í samgönguáætlun og að þær samgöngubætur sem Austfirðingum hefur verið lofað færist enn á ný aftar á lista forgangsverkefna. Nauðsynlegt sé að tryggja öruggar samgöngur um fjórðunginn allann, allt árið.
Fjölskyldan settist niður á aðventunni og horfði saman á teiknimyndina, sem gerð var hér um árið eftir hinni þekktu Jólasögu (A Christmas Carol) eftir Charles Dickens.
Sífellt fleiri eru farnir að huga að því að draga úr bæði streitu og veraldlegri neyslu í kringum jólin. Í því tilliti er ekki orðið óalgengt að fólk afþakki jólagjafir og gefi sjálft umhverfisvænar gjafir eða styrki hjálparstarf í stað þess að eyða háum fjárhæðum í gjafir. Reyðfirðingurinn Snær Seljan Þóroddsson og sambýliskona hans Sólveig Ásta Friðriksdóttir eru í þessum hópi.
Nú fer senn í hönd hátíð ljóss og friðar. Börn og fullorðnir hlakka til. Það er líkt og friðsæld umvefji fólk í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar og má segja að jólaandinn dragi að jafnaði fram bestu eiginleika og kosti fólks. Kærleikur svífur yfir vötnum og hortugheitin rjátlast af harðsvírustu mönnum.
„Okkur líður rosalega vel í dag, við erum orðin barnafjölskylda,“ segir Hulda Guðnadóttir á Reyðarfirði, sem var í viðtali við Austurgluggann fyrir stuttu. Þar sagði hún meðal annars frá erfiðu tækni- og glasafrjóvgunarferli sem þau hjónin gegnu í gegnum sem og ættleiðingarferli sem reyndi verulega á.