David Fricke, einn af ritstjórum bandaríska tímaritsins Rolling Stone, er afar ánægður með að hafa séð austfirsku pönksveitina Austurvígstöðvarnar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hann segir tónleika sveitarinnar hafa minnt hann á hvers vegna hann sæki hátíðina.
Bæjarráð Fjarðabyggðar vísaði liðum af fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar aftur til nefndarinnar þar sem ekki var rétt boðað til fundar nefndarinnar. Formaður nefndarinnar ber við tímapressu en segir að hætt hafi verið við þegar athugasemd barst. Bæjarfulltrúar segja málinu lokið og lærdómur verði dreginn af því.
Söfnun hefur verið hrundið af stað til styrktar Ívari Andréssyni sem var til heimilis að Hafnargötu 46 á Seyðisfirði. Húsið gereyðilagðist í eldi fyrir tæpum tveimur vikum og Ívar missti allar eigur sínar.
Tónleikar undir merkjum Skonrokks verða haldnir í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Einn af söngvurum hópsins er Borgfirðingurinn Magni Ásgeirsson sem lýsir hópnum sem saumaklúbbi miðaldra karlmanna.
Fasteignasali segir austfirskan fasteignamarkað, einkum á Fljótsdalshéraði, hafa verið óvenju líflegan það sem af er ári. Tvær vikur eru síðan flutt var inn í síðustu íbúðirnar í fjölbýlishúsinu að Miðvangi 6 í miðbæ Egilsstaða.