Allar fréttir

Sigmundur Ernir vill 2. sætið í NA kjördæmi fyrir Samfylkinguna

Skáldið og fréttahaukurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur afráðið að snúa sér að stjórnmálaþátttöku, eftir að hann hætti störfum á Stöð 2 fyrir skemmstu. Hann býður sig fram í 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir mun ekki hafa verið flokksbundinn og hafði ekki gengið í Samfylkinguna er hann ákvað framboð sitt.

sigmundur_ernir_rnarsson.jpg

Lesa meira

Austurglugginn fagnar ársafmæli

Nú er eitt ár liðið frá því að fréttavefurinn austurglugginn.is fór fyrst í loftið. Skrifaðar hafa verið yfir sjö hundruð fréttir á vefinn á þessu tímabili. Hann hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt og nú eru um 800 flettingar að jafnaði daglega og fara á stundum yfir þúsundið. Vefnum er eins og fréttablaðinu Austurglugganum ritstýrt af Steinunni Ásmundsdóttur. Einnig skrifa fréttir á vefinn þau Gunnar Gunnarsson, Fljótsdælingur við nám í Reykjavík og Áslaug Lárusdóttir í Neskaupstað. Austurglugginn mun kappkosta að þjónusta lesendur sína með fréttum og fróðleik og hvetur til daglegs innlits. Það er alltaf eitthvað áhugavert í gangi á vefnum! Jafnframt er fólki bent á myndasafn vefsins undir flipanum myndir. Þar er fjöldi mynda af daglegu lífi og sérstökum viðburðum í fjórðungnum.

lb000191.jpg

Kreppulausir Álfheimar

Ferðaþjónustan Álfheimar hefur ákveðið að ráðast í frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra og segir kreppu stríð á hendur.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fara í skuldabréfaútboð upp á allt að sex hundruð milljónir króna vegna fjármögnunar samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2009 í opnum stækkanlegum flokki.

Lesa meira

Arnbjörg í 2. sæti Norðaustur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks

Tilkynning frá Arnbjörgu Sveinsdóttur um framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi:

Ég  hef ákveðið að bjóða mig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Fyrir síðustu Alþingiskosningar fór fram fjölmennt prófkjör meðal sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem ég hlaut örugga kosningu í annað sætið.

arnbjrg_vefur.jpg

Lesa meira

Þuríður sækist eftir öðru sæti í NA-kjördæmi

Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig  fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti.

490103a.jpg

Lesa meira

Spænskar kvikmyndir hjá ÞNA

Kvikmyndaklúbbinn Cine Club Latino, í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands, býður upp á kvikmyndasýningar á þriðjudögum á vormisseri 2009. Cine Club Latino er óformlegur félagsskapur sem rekinn er í tengslum við kennslu í spænsku við deild erlendra tungumála á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Allar myndir eru með enskum texta. b_150_100_16777215_0_-perros.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar