Allar fréttir
Færðin betri
Í gær var talsverð ófærð á norðanverðu Austurlandi og lentu ökumenn í nokkrum vandræðum vegna fannfergis.
Fólksbifreið og jeppi skullu saman í snjógöngum á Fjarðarheiðinni, en til allrar mildi urðu ekki slys á fólki. Þá lenti jeppabifreið út af veginum um Jökuldal, þar sem mikil hálka var. Ökumaður og farþegar sluppu ómeidd en jeppinn skemmdist verulega. Vegagerðin segir nú hálku á Fjarðarheiði, Fagradal og á Oddsskarði og eru vegfarendur hvattir til að aka með aðgát.
Undursamleg íshöll í iðrum jökuls
Íshellirinn í Eyjabakkajökli er nú fagur sem fyrrum. Þetta sannreyndi Sigurður Aðalsteinsson er hann var á ferð við sporð jökulsins fyrir nokkrum dögum. ,,Íshellirinn er nú aftur í sama formi og hann var þegar hann var upp á sitt fegursta fyrir átta til tuttugu árum,“ segir Sigurður.
Gleðilega páska
Þrátt fyrir páskahret og kulda er vor á næstu grösum. Þetta vor ber með sér von um betri tíð og grósku, ekki aðeins í eiginlegri merkingu heldur einnig í þjóðlífinu. Austurglugginn óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska og hvetur til bjartsýni og léttrar lundar! ,,Vertu til, er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig, sveifla haka og rækta nýjan skóg."
Formaðurinn fremstur í Borgarahreyfingunni
Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, leiðir framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Hjálmar Hjálmarsson, leikari frá Dalvík, er í öðru sæti. Listinn var birtur í dag.
Með óbragð í munni
Guðjón Sveinsson skrifar: Evra í dag, evra í gær og evra alstaðar. Þetta er söngurinn sem heyrist og þú lest í hinni blaðfáu veröld Íslendingsins. Hvur and... er þetta? Eru menn ekki komnir með óbragð í gopuna? Eru menn gersamlega viti firrtir, er um visst einelti að ræða eða vita gagnslaust gorrop, til að gera sig gildandi í umræðunni?