Allar fréttir

Fallið frá rannsókn á máli yfirlæknis

Fallið hefur verið frá lögreglurannsókn á máli Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Hann var leystur frá störfum um miðjan febrúar þegar Heilbrigðisstofnun Austurlands afréð að láta  rannsaka vinnulag og reikninga hans hjá lögreglu. Lögreglan telur gögn málsins ekki þessleg að unnt sé að byggja ákæru á þeim. Eskfirðingar fögnuðu og drógu fána að húni þegar fréttist af málalyktum.

image0011.jpg

Lesa meira

Heildaraflinn 16% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa nam 99.648 tonnum í nýliðnum febrúar og var tæplega 16% meiri í tonnum talið en í sama mánuði árið 2008 þegar hann var 85.808 tonn.  Sé aflinn metinn á föstu verði var hann 27% meiri í febrúar 2009 en í sama mánuði árið áður.

dsc00280.jpg

Lesa meira

KFF staðfestir nýja leikmannasamninga

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) skrifaði  undir leikmannasamninga við þrjá leikmenn í dag og hefur tryggt sér einn enn að láni. Einnig var gerður nýr samningur við Landsbankann sem héldur áfram að vera einn af aðalstyrktaraðilum KFF. Merki bankans mun vera á búningum félagsins sem og öðru dreifingarefni.

kff_vefur.jpg

Lesa meira

Stór helgi

Úrslitaviðureign Útsvars, bikarkeppnin í blaki, Gettu betur og Idol-Stjörnuleit eru meðal helstu viðburða sem Austfirðingum standa til boða um helgina.

 

Lesa meira

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hafið

XXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík í morgun. Halldór Halldórsson formaður sambandsins setti þingi. Í ræðu sinni fjallaði hann einkum um fjármál sveitarfélaga og viðbrögð þeirra við efnahagsvandanum. Hann ræddi þær launalækkanir sem sveitarfélögin hafa orðið að grípa til og hvatti til að fundnar verði leiðir til þess að lækka kostnað við rekstur grunnskóla í samráði við kennara.

11846857251877973637rett_blatt_transparent.gif

Lesa meira

Gott í gogginn: Nú er það svartfugl

Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Birnu Dagbjörtu Þorláksdóttur. Hún var alin upp í Grímsey þar sem svartfugl var og er oft á borðum og býður okkur upp á hátíðarútgáfu af fuglinum.

eldhs2.jpg

 

Lesa meira

Metsala í fuglafóðri

Vetursetufuglar á Egilsstöðum virðast hafa það bærilegt þessar vikurnar. Þær upplýsingar fengust í Fóðurblöndunni í gær að þar væri búið að selja yfir þrjú tonn af fuglafóðri frá áramótum. Fóður er þar bæði selt laust og í 40 kílóa sekkjum, sem standa að sögn starfsmanna ekkert við í versluninni. Þá er mikil sala í eplum í verslunum enda fara sögur af fólki sem er með tugi silkitoppa og þrasta á sínum snærum og fá þau fersk epli til að naga daglega. Í gær hitti Austurglugginn konu sem er þegar búin að gefa snjótittlingum við hús sitt yfir áttatíu kíló af hveitifræi auk brauðs, fitu og ávaxta og var hún að kaupa þriðja 40 kg pokann frá því í janúar. Fuglarnir launa henni aö sögn með fögrum söng daginn út og inn.

silkitoppa.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar