Aukin aðsókn í Íþróttamiðstöð
Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.
Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhalsskólakennari og formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þór Þórhallsson munu báðir sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Þá sækist Huld Aðalbjarnardóttir á Kópaskeri eftir 2.-3. sæti og Sigfús Karlsson á Akureyri vill í 2.–4. sæti. Þetta kom fram á aukakjördæmisþingi Framsóknar í Norðausturkjördæmi á laugardag.
Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116.
Á sjötta tug unglinga var saman kominn á Lindarbrekku í Berufirði um síðustu helgi og var erindið sameiginleg þjálfun. Voru þetta unglingar innan björgunarsveita á Austurlandi og komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi.
Vegagerðin segir að búast megi við umferðatöfum í Oddskarðsgöngum í kvöld frá kl. 22 til 06 í fyrramálið vegna viðgerða. Á Austurlandi er nú hálka eða hálkublettir. Flughálka er á Möðrudalsöræfum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.