Gæðingar hamra ísinn
Laugardaginn 21. febrúar fer fram hið árlega Ístölt Austurland við Egilsstaði á Fljótsdalshéraði. Þar verður að venju keppt um Ormsbikarinn eftirsótta, sem mótshaldarar segja einn eftirsóttasta verðlaunagrip landsins.
Laugardaginn 21. febrúar fer fram hið árlega Ístölt Austurland við Egilsstaði á Fljótsdalshéraði. Þar verður að venju keppt um Ormsbikarinn eftirsótta, sem mótshaldarar segja einn eftirsóttasta verðlaunagrip landsins.
Nýr Austurgluggi kom út í dag.
Í blaði þessarar viku er meðal annars fjallað um framtíðaráform varðandi fullvinnslu matvæla á Breiðdalsvík, hugmyndir um safn tileinkað kommunum í Neskaupstað, sóknarhug í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra, veitingu Þorrans 2009 og ýmislegt sem er í deiglunni hjá Fljótsdalshreppi. Hjörleifur Guttormsson skrifar um Drekasvæðið og fyrirhugaða olíuvinnslu. Helgi Hallgrímsson skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og er á heimspekilegum og jafnvel stjarnfræðilegum nótum. Matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar og meinhollar uppskriftir.
Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.
Nú eru nemendur í 7. til 10. bekk grunnskóla Fjarðabyggðar önnum kafnir á sameiginlegri íþróttahátíð á Stöðvarfirði. Keppt er í óhefðbundnum íþróttagreinum af ýmsu tagi og á að enda hátíðina á flatbökuveislu nú í hádeginu. Keppni hófst snemma í morgun og stefnt á að allir verði komnir til síns heima um klukkan tvö í dag.
Þróunarfélag Austurlands mun standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi félagsins á árinu 2009, þar sem fólki gefst tækifæri til að koma og kynna sér starfsemi félagsins og Vaxtarsamnings Austurlands.
Fyrsti kynningarfundurinn verður á morgun, fimmtudag, á Fjarðahóteli Reyðarfirði og hefst hann klukkan átta annað kvöld.
Vakin er athygli á að á vef Þróunarfélagsins eru nú vikulega birtar upplýsingar undir formerkjum Verkefnis í nærmynd: www.austur.is.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var valin íþróttamaður Þróttar fyrir árið 2008 í vikunni. Hún átti frábært tímabili 2007-2008 með blakdeild Þróttar Neskaupstað en þær unnu þrefalt; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar kvenna.
Formaður AFLs Starfsgreinafélags, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, hefur í dag mikla fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformuð eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir Mar Albertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.