Allar fréttir

Enn skorin flís af horuðu HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur barist í bökkum í rekstri sínum síðustu árin. Þjónustuaukning vegna virkjunar- og álversframkvæmda vógu þungt og lítil mótframlög fengust frá ríkinu þrátt fyrir mjög aukið álag á HSA. Nú á enn að skera niður.

heilbrigisrherra.jpg

Lesa meira

Lesið úr Biblíunni sleitulaust í alla nótt

Um tuttugu ungmenni á Fljótsdalshéraði hófu maraþonlestur úr Biblíunni um kl. 20 í kvöld og ætla að lesa sleitulaust uns bjarmar af morgni, eða til kl. 08 í fyrramálið. Þau eru í kristilega æskulýðshópnum Bíbí og söfnuðu áheitum fyrir lesturinn, en ætlunin er að verja því fé sem safnast til að hitta jafnaldra í æskulýðsstarfi á Vopnafirði.

bibliulestur1.jpg

Lesa meira

Pólskir dagar á Reyðarfirði

Pólskir dagar verða haldnir á Reyðarfirði um helgina með fjölbreyttri hátíðardagskrá í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðarhöllinni. Aðaldriffjöður hátíðarinnar er ung pólsk kona af nafni Beata Marczak, starfsmaður eins af undirverktökum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

polskir_dagar.jpg

Lesa meira

Hægir á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs

Sýnt er að hægja muni umtalsvert á uppbyggingu í nýjum Vatnajökulsþjóðgarði vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Nú hefur til dæmis verið ákveðið að fresta byggingu þjóðgarðsgestastofu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Byrja átti á byggingunni í haust.

gjli2l1d.jpg

 

Lesa meira

Vinnumarkaðsmál í brennidepli

Verkalýðshreyfingin á Austurlandi fylgist náið með framvindu mála í þeim erfiðleikum sem nú blasa við almenningi. Stéttarfélögin á Austurlandi eru í samstarfi við Vinnumálastofnun og Þekkingarnet Austurlands og munu n.k. mánudag kynna umfangsmikla áætlun um endur- og símenntun. Þá býður ASÍ forystan og AFL Austfirðingum til opins fundar um efnahags- og kjaramálin n.k. þriðjudag.

nytconstructionworkers.jpg

Lesa meira

BT á Egilsstöðum lokar

Unnið er að því að pakka saman í verslun BT á Egilsstöðum. Henni var lokað vegna gjaldþrots eigenda fyrir nokkru, en nú eru Hagar búnir að kaupa verslunarkeðjuna og loka nokkrum verslananna, þar á meðal á Egilsstöðum.

Lesa meira

Áfram Austurland!

Austfirskur verslunareigandi hafði samband við síðuna og kvað það fjarri öllum sannleika að ekki væri unnt að kaupa ódýran og vandaðan klæðnað á Austurlandi, samanber frásögn af manni sem flaug til Reykjavík til fatakaupa fyrr í vikunni.

webimage2.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar