Allar fréttir

Helga í stjórn Kaupþings

Helga Jónsdóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð, hefur verið tilnefnd í stjórn Kaupþings af Samfylkingunni. Helga, sem er lögfræðingur að mennt, var um tíma fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðabankans.

Standið við samgöngubætur

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eru stjórnvöld hvött til að standa við áform um samgöngubætur á Austurlandi.

 

Lesa meira

BT gjaldþrota

Það lítur út fyrir að BT á Egilsstöðum verði ekki upp á marga fiska í nánustu framtíð því óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á BT verslunum ehf. í dag. Stjórnendur fyrirtækisins vona að hægt verði að koma BT aftur í rekstur. Ljóst virðist þó að verslanir fyrirtækisins verða lokaðar í það minnsta næstu dagana. Hjá félaginu starfa 50 manns.btmsin.jpg

Lesa meira

Malarvinnslan gjaldþrota

Stjórnendur Malarvinnslunnar, stærsta verktakafyritækis Egilsstaða, hafa óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

 

Lesa meira

Vextir lækkaðir og nýr sjóður myndaður

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána um 0,5% vegna efnahagskreppunnar. Vegna óvissunnar í efnahagslífinu hefur sjóðurinn einnig ákveðið að bjóða upp á nýja ávöxtunarleið í séreignarsparnaði.

 

Lesa meira

Naumur ósigur

Höttur tapaði naumlega, 83-80 fyrir Val í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar á Austurlandi

Miðvikudaginn 5. nóvember heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðarbyggð á Eskifirði og daginn eftir á Hornafirði. Aðgangur er ókeypis og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.00.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar