Malarvinnslan á barmi gjaldþrots
Stjórnendur Malarvinnslunnar reyna nú allt sem hægt er til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Unnið er að því að selja einstakar deildir út úr fyrirtækinu og er þar um að ræða klæðningu, malbik, steypustöð, vélaverkstæði, einingaverksmiðju og útideild, sem snýr einkum að viðbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Hún er jafnframt stærsta einstaka verkefni Malarvinnslunnar nú. Starfsfólk fær greidd laun fyrir október en alls óvíst er um framhaldið.