Allar fréttir

Hressir við gamlar tölvur og afhendir félagsþjónustunni

Tölvuþjónustan Lögurinn á Egilsstöðum hefur hrundið af stað átaksverkefni þar sem óskað er eftir tölvu og tölvubúnaði sem hætt er að nota. Fyrirtækið frískar upp á búnaðinn og afhendir félagsþjónustu Múlaþings til notkunar hjá skjólstæðingum hennar. Fyrstu vélarnar voru afhentar nýverið.

Lesa meira

Setja sólarsellur upp á þak íbúðarhúss síns í Neskaupstað

Jeff Clemmensen og Þórdís Sigurðardóttir í Neskaupstað hafa lengi haft áhuga á nýjum orkukostum. Þau vinna nú með dönskum sérfræðingum að því að setja upp 42 sólarsellur á þak húss þeirra. Sellurnar eiga að geta framleitt allt að 12.000 kWst. árlega.

Lesa meira

Aldrei fleiri meðlimir í austfirskum golfklúbbum

Þó sitt sýnist hverjum um hvort nýliðið sumar austanlands hafi verið gott eða slæmt er óumdeilt að árið hefur verið gott austfirskum golfklúbbum. Meðlimafjöldinn aldrei nokkurn tímann verið meiri.

Lesa meira

Tæpar tvær milljónir söfnuðust í Styrkleikunum

Tæpar tvær milljónir söfnuðust í Styrkleikunum, áheitagöngu sem gengin er í sólarhring til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, á Vilhjálmsvelli um helgina. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Austfjarða segir helgina hafa tekist afar vel.

Lesa meira

Ingeborg nokkuð frá sínu besta á Paralympics

Ingeborg Eide Garðarsdóttir, frjálsíþróttakona frá Fáskrúðsfirði, missti naumlega af því að komast í úrslit í sínum flokki í kúluvarp á Paralympics, eða Ólympíumóti fatlaðra, í París á laugardag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar