Ingeborg nokkuð frá sínu besta á Paralympics

Ingeborg Eide Garðarsdóttir, frjálsíþróttakona frá Fáskrúðsfirði, missti naumlega af því að komast í úrslit í sínum flokki í kúluvarp á Paralympics, eða Ólympíumóti fatlaðra, í París á laugardag.

Ingeborg kastaði lengst 9,36 metra og hafnaði í níunda sæti í forkeppninni. Þar eru köstuð þrjú köst. Átta efstu eftir hana komast í úrslit og fá fleiri köst.

Ingeborg var nokkuð frá sínu besta en Íslandsmet hennar frá í apríl er 9,83 metrar. Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti og keppir því í flokki F37 hreyfihamlaðra. Hún ólst upp á Fáskrúðsfirði fyrstu tvö ár ævi sinnar en flutti síðan suður til Reykjavík. Hún æfir þar með Ármanni.

Ingeborg er fædd árið 1996 og því 28 ára í ár. Á fréttavef Íþróttasambands fatlaðra er haft eftir henni að hún væri vissulega svekkt með að ná ekki betri árangri en ætli sér að horfa fram á veginn og taki ekki fyrir að setja stefnuna á næstu leika sem haldnir verða í Los Angeles eftir fjögur ár.

Ingeborg fyrir miðju í íslenska hópnum. Mynd: Íþróttasamband fatlaðra


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.