Allar fréttir

Gefandi að vinna með listamanni á heimsmælikvarða

Framundan er síðasti sýningardagur Rasks, sýningar rithöfundarins Ingunnar Snædal og Agnieszku Sosnowsku ljósmyndara í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Ingunn segir sérstakan heiður að fá að vinna með Agnieszku, sem fengið hefur alþjóðlega athygli fyrir ljósmyndir sínar að undanförnu.

Lesa meira

Síldarvinnslan vill hagræða eftir dapran ársfjórðungi

Forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að leita þurfi leiða til að hagræða í rekstri félagsins eftir tap á öðrum ársfjórðungi. Það skýrist af loðnubresti, lækkandi verði á kolmunnaafurðum og vandræðum á bolfiskvinnslu í Grindavík. Útlitið er þó gott fyrir seinni hluta ársins með makríl og síld.

Lesa meira

Varðstjórinn sem tryllti lýðinn

Hljómsveitin Gildran kom saman á ný í ár eftir hlé og spilaði á nokkrum tónleikum, meðal annars Bræðslunni. Hljómsveitin kemur upphaflega úr Mosfellsbæ en einn meðlima hennar hefur búið lengi á Austurlandi. Það er bassaleikarinn Þórhallur Árnason á Eskifirði sem starfar sem aðalvarðstjóri hjá lögreglunni.

Lesa meira

Draumastörfin eru hér

Þann 19. september ætlum við að slá upp veislu á Austurlandi. Við ætlum að kynna fyrir ungu fólki þau störf sem eru unnin í heimabyggð á Starfamessu Austurlands 2024 sem fram fer í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Með þessum viðburði ætlum við að freista þess að ungt fólk á Austurlandi muni sjá enn skýrar að framtíðartækifærin geta verið í heimabyggð.

Lesa meira

Helgin: Bikar á loft hjá FHL

FHL tekur á móti deildarmeistaratitili Lengjudeildar kvenna í síðasta heimaleik sínum í sumar sem spilaður verður á morgun. Á Egilsstöðum verður gengið í sólarhring til styrktar rannsóknum á krabbameini og ný sýning opnar á Vesturvegg Skaftfells.

Lesa meira

Gæsluvarðhald í Norðfjarðarmáli framlengt um viku

Dómari hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um að einstaklingur, grunaður um að vera valdur að andláti hjóna í Neskaupstað fyrir rúmri viku, verði áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun fram til 6. september.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar