Allar fréttir
Vel tekið í gjaldfrjálsa brotajárnshreinsun í sveitum Múlaþings
Þeir sem af vita hafa aldeilis tekið vel í það framtak Múlaþings í ágúst að bjóða fólki í dreifbýlinu gjaldfrjálst að fá til sín aðila til að losna við málm- eða brotajárnrusl af jörðum sínum. Árangurinn mun betri en á síðasta ári þegar sveitungum var aðeins boðið að koma brotajárnsrusli sínu sjálfir í gáma á tilteknum stöðum.
Metfjöldi ferðafólks í Hafnarhólmann
Þó enn vanti fjóra mánuði upp á að árinu ljúki er þegar ljóst að aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt Hafnarhólmann heim. Aukningin hartnær 30% frá fyrra ári sem einnig var metár frá því að formlegar mælingar hófust.
Veitingastaður við golfvöllinn í Ekkjufelli
Bætt hefur verið verulega í þjónustu og þar með upplifun golfiðkenda á Ekkjufellsvelli, félagssvæði Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Þar var í sumar opnaður veitingastaðurinn Tíunda.Einkaaðilar óskað eftir úttekt á vatnsbólum eftir mengunarfréttir
Nokkrir einstaklingar og einkaaðilar hafa óskað eftir því undanfarið að Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) framkvæmi úttekt á vatnsbólum sínum þó engin bein skylda sé til slíks. Ástæðan eru töluverðar fréttir af mengun í stærri vatnsbólum víða austanlands allt þetta ár.
Geðrannsókn og lengra gæsluvarðhald grunaðs vegna andláts hjóna í Neskaupstað
Dómari hefur fallist á báðar þær kröfur lögreglustjórans á Austurlandi þess efnis að sá sem er grunaður um aðild að andláti hjóna í Neskaupstað í síðustu viku verði lengur í gæsluvarðhaldi og að fram fari geðrannsókn á viðkomandi.