Allar fréttir

Vel tekið í gjaldfrjálsa brotajárnshreinsun í sveitum Múlaþings

Þeir sem af vita hafa aldeilis tekið vel í það framtak Múlaþings í ágúst að bjóða fólki í dreifbýlinu gjaldfrjálst að fá til sín aðila til að losna við málm- eða brotajárnrusl af jörðum sínum. Árangurinn mun betri en á síðasta ári þegar sveitungum var aðeins boðið að koma brotajárnsrusli sínu sjálfir í gáma á tilteknum stöðum.

Lesa meira

Metfjöldi ferðafólks í Hafnarhólmann

Þó enn vanti fjóra mánuði upp á að árinu ljúki er þegar ljóst að aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt Hafnarhólmann heim. Aukningin hartnær 30% frá fyrra ári sem einnig var metár frá því að formlegar mælingar hófust.

Lesa meira

Veitingastaður við golfvöllinn í Ekkjufelli

Bætt hefur verið verulega í þjónustu og þar með upplifun golfiðkenda á Ekkjufellsvelli, félagssvæði Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Þar var í sumar opnaður veitingastaðurinn Tíunda.

Lesa meira

Einkaaðilar óskað eftir úttekt á vatnsbólum eftir mengunarfréttir

Nokkrir einstaklingar og einkaaðilar hafa óskað eftir því undanfarið að Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) framkvæmi úttekt á vatnsbólum sínum þó engin bein skylda sé til slíks. Ástæðan eru töluverðar fréttir af mengun í stærri vatnsbólum víða austanlands allt þetta ár.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar