Allar fréttir

Fæðandi persóna á stofu 7

Það er fæðandi leghafi á stofu 7 hjá okkur skrifar einstaklingurinn sem tekur á móti börnum, punghafinn ákvað að vera hjá persónunni þar til fæðing er yfirstaðin. Staðan á leghafanum er góð, útvíkkun á blússandi siglinu og barnið gæti fæðst á næstu klukkustund.

Lesa meira

Mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi 1: Missum ekki það sem við höfum

Sem áhugamaður um byggðamál og fræðimaður ætla ég skrifa hér átta stuttar greinar um mikilvægustu málin í Norðausturkjördæmi sem ríkisvaldið getur haft áhrif á. Þetta eru málin sem mér finnst að frambjóðendur ættu að vera að tala um og vinna að næstu fjögur árin. Þetta er mitt mat, mín skoðun og auðvitað meta aðrir þetta öðruvísi en ég. Greinarnar koma í mikilvægisröð eins og ég met hana, mikilvægasta málið fyrst.

Lesa meira

Rannsókn í Norðfjarðarmáli á lokametrunum

Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á andláti eldri hjóna í Neskaupstað í ágúst er á lokametrunum. Þar með styttist í útgáfu ákæru gegn manni sem grunaður er um að hafa ráðið þeim bana.

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu og hlutverk Austurbrúar

Dagur íslenskrar tungu er í dag, þann 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Markmið hans er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu. Á tímum þegar um fimmtungur íbúa á Íslandi er af erlendum uppruna skiptir íslenskukunnátta þessa hóps sífellt meira máli til að efla samfélagslega þátttöku hans og atvinnumöguleika.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar