Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt til að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagni á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna veturinn 2019-2020. Ríkisstjórnin samþykkti að tillögu ráðherra að vísa málefnum sjóðsins til vinnslu frumvarps til fjáraukalaga 2020.
Vopnafjörður er kominn með nýtt byggðamerki og nýja heimasíðu þar sem hið nýja merki er kynnt. Sara Elísabet Svansdóttir sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps segir að hið nýja merki sé ótrúlega velheppnað, sem og heimasíðan.
Arnar Sigbjörnsson sérfræðingur í framhaldsskólamálum hjá Menntamálastofnun segir að öllu óbreyttu muni LungA lýðskóli á Seyðisfirði fá viðurkenningu sem menntastofnun fyrir áramót.
Heimamenn á Seyðisfirði telja að sóttvarnir sjónvarpsfólksins sem stóð í upptökum fyrir þáttaröðina Ófærð 3 hafi verið til fyrirmyndar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ítarlega hafi verið farið yfir sóttvarnir með sjónvarpsfólkinu. Bæði áður en hópurinn kom og einnig eftir að hann var kominn til bæjarins.
Hæstiréttur Íslands hefur hafnað beiðni Sigurðar Sigurðarsonar um að taka fyrir mál hans. Tíu ára fangelsisdómur Landsréttar yfir honum fyrir lífshættulega árása á annan mann með hnífi hefur því verið staðfestur.
Ekki er vitað um neinn einstakling með Covid-19 smit á Austurlandi sem stendur. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir þó fyrir fólki að fara með gát.
Ungmennafélagið Austri á Eskifirði hefur gert samstarfssamning við útgerðarfélagið Eskju með það að markmiði að auka íþróttaiðkun meðal barna á Eskifirði. Þá verður rafíþróttadeild stofnuð innan félagsins í kvöld.