Allar fréttir

Seyðisfjörður 125 ára: Afmælishóf og kveðjuathöfn í senn

Hátíðahöld í tilefni af 125 ára kaupstaðarafmæli Seyðisfjarðar hefjast í dag. Covid-19 faraldurinn hefur haft áhrif á skipulagningu dagskrárinnar sem leggur áherslu á heimamenn. Mikill vilji var til að halda hátíðina enda eru breytingar framundan á högum sveitarfélagsins.

Lesa meira

Staðbundin framleiðsla í öndvegi á Djúpavogi

Kjörbúðin á Djúpavogi hóf nýlega að bjóða upp á sérmerktar framleiðsluvörur úr heimabyggð. Framleiðsla á matvörum í sveitarfélaginu og á nærliggjandi svæðum hefur færst í aukana síðustu ár og má þar til dæmis nefna matarsalt unnið úr sjó í Berufirði, sterkar sósur, byggflögur og ýmislegt fleira.

Lesa meira

Sagan af brauðinu dýra (eða ófáanlega)

„Þeir börðust, þeir börðust um brauðið og grautinn, því brauð og grautur er mannanna fæða.“ Svo orti Steinn Steinarr á sinni tíð, en þetta þykir einhverjum lýsa orðið aðstæðum á Egilsstöðum vel, því þar hafa íbúar látið vel í sér heyra á samfélagsmiðlum að undanförnu vegna skorts á brauðmeti í hillum matvöruverslana. Umræðan er þó langt því frá ný af nálinni.

Lesa meira

Þrír styrkir austur við aukaúthlutun úr safnasjóði

Þrjú austfirsk söfn hlutu styrki við sérstaka aukaúthlutun úr safnasjóði á dögunum. Úthlutun var flýtt til að bregðast við afleiðingum af Covid-19 faraldrinum og er styrkjunum ætlað að efla faglegt starf viðurkenndra safna, sem eru fjögur á Austurlandi.

Lesa meira

Einn með smit og fimm aðrir í einangrun á Norrænu

Þó nokkrar breytingar hafa orðið á sýnatöku hjá farþegum með Norrænu, auk þess sem nýjar reglur hafa tekið gildi er varða íslenska ríkisborgara og einnig farþega frá fjórum öðrum löndum. Við sýnatöku í Hirsthals í Danmörku greindist einn farþegi með smit og hefur hann verið í einangrun um borð ásamt ferðafélögum sínum.

Lesa meira

Í einangrun í vinnubúðum uppi á fjöllum

Ekki er talið að farþegar Norrænu hafi átt það á ættu að smitast af einstaklingi sem greindist með Covid-19 smit við sýnatöku er hann fór um borð í ferjuna á þriðjudag. Maðurinn og ferðafélagar hans fara beint í einangrun í vinnubúðir á hálendinu.

Lesa meira

„Sumarið hefur komið skemmtilega á óvart“

Þegar Elí Þór Vídó ákvað að eyða sumrinu austur á landi við að hjálpa mömmu sinni að koma sér fyrir óraði hann ekki fyrir því að hann yrði hér enn sex árum síðar, búinn að festa rætur og á kafi í fjölbreyttum fyrirtækjarekstri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar