Allar fréttir
Á ábyrgð listafólks að einangrast ekki á suðvesturhorninu
Tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa um árabil ferðast saman um landið til að halda tónleika. Þau verða á ferðinni fyrir austan í vikunni með glænýja hljómplötu, Faðmlög, í farteskinu og að sögn Svavars eru tónleikaferðirnar góð leið til að viðhalda og rækta vináttutengsl um land allt.
Í 36 ár á hjólabretti: „Kennir krökkum þrautseigju“
Góðir gestir munu láta sjá sig í Fjarðabyggð í vikunni, en Hjólabrettaskóli Reykjavíkur mun standa þar fyrir námskeiði þar sem krökkum gefst kostur á að læra að renna sér á hjólabretti.
„Stóru samgönguverkefnin grundvöllur að framtíð Austurlands“
Byrjað verður á framkvæmdum við nýjan Axarveg eftir ár og Fjarðarheiðargöng árið 2022 samkvæmt nýrri samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku. Þingmaður Norðausturkjördæmis segir samgönguframkvæmdir lykilatriði fyrir byggðaþróun.Færri komust að en vildu á torfærukeppni
Isavia torfæran fór fram í Ylsgrúsum, skammt frá Egilsstöðum, nú um helgina. Mikil fjöldi áhorfenda lét sjá sig, svo margir að einhverjir urðu frá að hverfa þegar búið var að ná þeim fjöldatakmörkunum sem skipuleggjendur höfðu sett í samráði við sóttvarnayfirvöld.