Allar fréttir

Helgin: Myndlist, Magni og margt fleira

Það er nóg um að vera á Austurlandi um helgina og ekki síst í listalífinu, en minnst fjórar myndlistarsýningar opna um helgina. Þá er hátíðahátíð á Borgarfirði og hljómsveitin Á móti sól spilar þar sömuleiðis eftir langt hlé.

Lesa meira

Passar landsbyggðin hvergi inn í excel?

Þrátt fyrir að sumarið leiki um okkur landsmenn þessa dagana og áhyggjur hverfi um stund hjá okkur þá stinga upp kollinum fréttir um lokun og hagræðingar víða í samfélaginu. Nú ætla ég ekki að draga á nokkurn hátt úr þeim alvarleika sem við stöndum frammi fyrir í efnahagslífinu og nauðsyn þess að bregðast við.

Lesa meira

Þrír styrkir austur við aukaúthlutun úr safnasjóði

Þrjú austfirsk söfn hlutu styrki við sérstaka aukaúthlutun úr safnasjóði á dögunum. Úthlutun var flýtt til að bregðast við afleiðingum af Covid-19 faraldrinum og er styrkjunum ætlað að efla faglegt starf viðurkenndra safna, sem eru fjögur á Austurlandi.

Lesa meira

Gat valið á milli Seyðisfjarðar og Flórída

Margir Austfirðingar kannast við Ljubisa Radovanovic, eða bara Ljuba, sem þjálfað hefur yngri flokka Hattar í knattspyrnu undanfarin ár og spilaði þar áður og þjálfaði hjá Huginn Seyðisfirði. Ljuba er fæddur í Serbíu en kom fyrst til landsins til að spila árið 2000. Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma inn í íslenska boltann sem þá hafi snúist mest um að sparka langt, hlaupa og berjast.

Lesa meira

Fyrsti tarfur féll eftir tvær mínútur

Hreindýraveiðar hófust í gær, en heimilt er að hefja veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Vel er fylgst með veiðunum og hvatt til þess að farið sé varlega vegna aðstæðna á veiðislóð.

Lesa meira

Seyðisfjörður 125 ára: Afmælishóf og kveðjuathöfn í senn

Hátíðahöld í tilefni af 125 ára kaupstaðarafmæli Seyðisfjarðar hefjast í dag. Covid-19 faraldurinn hefur haft áhrif á skipulagningu dagskrárinnar sem leggur áherslu á heimamenn. Mikill vilji var til að halda hátíðina enda eru breytingar framundan á högum sveitarfélagsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.