Allar fréttir

Besta ár í sögu Loðnuvinnslunnar

Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar Fáskrúðsfirði á síðasta ári var rúmir tveir milljarðar króna eftir skatta. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri, sem verður að teljast eftirtektarvert í ljósi þess að engin loðna veiddist hér við land.

Lesa meira

Minna Austfirðinga á að gæta sín í fjölmenni

Ekki hefur fjölgað í hópi þeirra Austfirðinga sem eru í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins síðan fyrir helgi. Þeir eru níu talsins samkvæmt tilkynningu sem aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands sendi frá sér í gærkvöldi.

Lesa meira

Múlaþing hlutskarpast í nafnakönnun

Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði, bæði í fyrsta sæti og samanlagt hjá þeim íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem tóku þátt í nafnakönnun á nýtt sameinað sveitarfélag samhliða forsetakosningunum í gær.

Lesa meira

LAust1: 10.06.20

Mörkin á milli geðheilsu og geðveiki eru að geta séð hvort vitleysan í hausnum á þér sé marktæk eða ekki. Ég er ekki með heimildir fyrir þessu en ég held að þetta sé stundum sagt. Þannig þegar þú ert farinn að taka mark á þeirri vitleysu í hausnum á þér sem venjulega væri ekki talin marktæk, þá ertu orðinn geðveikur.

Lesa meira

Heiðraður fyrir söng á hjúkrunar- og dvalarheimilum

Broddi Bjarnason, söngvari og pípulagningameistari, var heiðraður af Rótarýklúbbi Héraðsbúa fyrir þjónustu sinni við samfélagið á Fljótsdalshéraði. Broddi hefur undanfarin 15 ár skemmt eldri borgurum með söng.

Lesa meira

Nýir eigendur tryggja áframhaldandi rekstur Kauptúns

Óvissu um framtíð dagvöruverslunar á Vopnafirði hefur verið eytt eftir að Berghildur Fanney Oddsson Hauksdóttir og Eyjólfur Sigurðsson keyptu verslunina Kauptún sem annars hefði lokað eftir daginn í dag. Svo verður ekki.

Lesa meira

Bilaður strengur olli rafmagnsleysi

Rafmagn á að vera komið aftur alls staðar á Egilsstöðum og næsta nágrenni. Rafmagn fór af rétt fyrir klukkan þrjú og var rafmagnslaust í rúmar tuttugu mínútur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar