Sléttar þrjár vikur eru í dag liðnar síðan síðast greindist covid-19 smit á Austurlandi. Íbúar eru minntir á að kynna sér breyttar reglur samkomubanns sem taka gildi eftir helgi.
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, snýr aftur á Alþingi í dag. Hún hefur ekki tekið þátt í þingstörfum síðan um miðjan mars í fyrra þegar hún greindist með brjóstakrabbamein.
Starfsemi hárgreiðslustofa, tannlækna og íþróttaæfingar barna eru nú heimilar á ný eftir að um eins og hálfs mánaðar langt bann. Þrír einstaklingar eru enn eftir í sóttkví á Austurlandi þegar fyrstu skrefin eru stigin í átt að afléttingu samkomubanns.
Þessa dagana er unnið að klapparlosun við gerð snjóflóðavarnamannavirkja ofan Neskaupstaðar. Íbúar gætu orðið varir við sprengingar á meðan því stendur nú um mánaðamótin.