Menningarstofa Fjarðabyggðar annars vegar og Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað í samstarfi við Minjasafn Austurlands hins vegar, hafa hrundið af stað verkefnum til að safna ljósmyndum sem sýna líf Austfirðinga á tímum samkomubanns.
Flognar verða þrjár áætlunarferðir á viku milli Egilsstaða og Reykjavíkur næstu tvær vikur eftir að ríkið gerði samning við Air Iceland Connect til að tryggja flugsamgöngur. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir sætanýtingu 10% af því sem hún væri alla jafna á þessum árstíma. Hagkvæmara sé orðið fyrir félagið að geyma vélar sínar á jörðu niðri.
Ríflega tuttugu farþegar eru væntanlegir með Norrænu til Seyðisfjarðar þegar hún kemur þangað í næstu viku. Ferjan er með farþega um borð í fyrsta skipti í mánuð.
Sóttvarnalæknir segir yfirvöld fylgjast vel með ferðum Norrænu sem væntanleg er með farþega til Seyðisfjarðar eftir viku. Unnið er að reglum um komu erlendra ferðamanna í landið.
Eskja á Eskifirði og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði eru meðal fimm útgerðarfyrirtækja sem ákveðið hafa að falla frá fyrirhugaðri málssókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Ákvörðunin er tekin í ljósi heimsfaraldurs covid-19 veirunnar.