Vegurinn upp í Hrafnkelsdal hefur verið lokaður í um hálfan mánuð vegna snjóa. Íbúar er rólegir enda ekki óvanir ástandi sem þessu. Hluti leiðarinnar var opnaður í gær en lokaðist aftur í morgun.
Sigrún Yrja Klörudóttir, kennari á Reyðarfirði, heillaðist af skynjunarleikjum fyrir ungabörn þegar hún sá aðra foreldra nota slíka leiki með börnum sínum. Nú í lok mánaðarins gefur hún út út rafbók um skynjunarleiki fyrir ungabörn sem hún byggir á sinni vinnu og athugunum.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps urðu í morgun fyrstu sveitarstjórnir landsins til að nýta bráðabirgðaákvæði í sveitarstjórnarlögum um fjarfundi sveitarstjórna. Báðir fundirnir gengu hratt og vel enda aðeins eitt mál á dagskrá.
Horfðuð þið á Kastljós í gær 19. mars? Ég er svo yfirmáta hneyksluð á þáttarstjórnanda sem hélt því ítrekað fram að framhaldsskólakennarar væru í fríi. Menntamálaráðherra reyndi að leiðrétta þetta en hefði mátt bregðast harðar við þessum ósannindum.
Í ljósi fordæmalausra aðstæðna í samfélaginu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar COVID – 19 og samkomubanns sem tók gildi 16. mars er fyrirsjáanlegt að fyrirhuguðum sveitarstjórnarkosningum sem fram áttu að fara 18. apríl verði frestað. Verður það gert m.a. að höfðu samráði við Ríkislögreglustjóra og Sóttvarnalækni og er skiljanlegt nú þegar neyðarstig almannavarna er í gildi og mikil óvissa ríkir um framhaldið.
Hafnsögumaður á Vopnafirði lærbeinsbrotnaði í gær er hann klemmdist milli hafnsögubáts og flutningaskips. Hafnarvörður segir mildi að ekki hafi farið verr og viðstaddir hafi sýnt fumlaus viðbrögð.