Allar fréttir

Les í spil og rúnir fyrir Austfirðinga

Sigrúnu Halldóru Jónsdóttur þekkja líklega fleiri á nafninu Sigrún Dóra Shaman. Það er vinnunafn hennar þegar hún tekur að sér, samhliða hefðbundinni vinnu, að spá fyrir öllum sem það vilja á ýmsum mannamótum.

Lesa meira

Bændur bera sig bærilega á Efra-Jökuldal

Veðurofsinn í gær og nótt með tilheyrandi kulda hefur ekki haft alvarlegar afleiðingar á Efra-Jökuldal samkvæmt bónda á svæðinu. Einhver snjór hafi vissulega fallið og hitastigið sé lægra en spáin gerði ráð fyrir en menn séu öllu vanir.

Lesa meira

Skúr fauk í frumeindir á Seyðisfirði

Almennt hefur verið rólegt hjá viðbragðsaðilum á Austurlandi síðan í gærkvöldi, þrátt fyrir mikið hvassviðri í fjórðungnum. Aðstoð þurfti þó að veita vegna ferðalanga í vandræðum á Seyðisfirði og foktjóns. Horfur eru ekki góðar fyrir snjómokstur á Möðrudalsöræfum.

Lesa meira

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Síldarvinnslunni og Samherja sjálfhætt

Samkeppniseftirlitið hefur hætt rannsókn sinni á hvort skilgreina eigi Síldarvinnsluna í Neskaupstað og Samherja sem eitt og sama fyrirtækið eftir að Síldarvinnslan féll frá kaupum á helmingshlut í Ice Fresh Seafood, sölufélagi Samherja. Eftirlitið hafnar ásökunum stjórnar Síldarvinnslunnar um að hafa gengið of langt í málinu.

Lesa meira

Áframhaldandi rok næsta sólarhringinn

Útlit er fyrir áframhaldandi storm á Austurlandi næsta sólarhringinn hið minnsta. Vonir eru um að veðrið fari að ganga niður upp úr hádegi á fimmtudag.

Lesa meira

Endurbyggingu Hafnarhólmsvegar lýkur með haustinu

Ef frátalin er töluverð endurnýjun á Almannaskarðsgöngum sem lýkur í þessum mánuði mun Vegagerðin halda áfram með eða hefja framkvæmdir við ein átta mismunandi verkefni á Austurlandi á næstu misserum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar