Allar fréttir

Barði NK losnaði frá bryggju

Uppsjávarveiðiskipið Barði NK losnaði að hluta frá bryggju í miklu hvassviðri í Neskaupstað í nótt. Smárúta með starfsfólk á leið af vakt í álverinu á Reyðarfirði fauk út af veginum milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Lesa meira

Möðrudalsöræfum lokað í kvöld

Vegagerðin hefur ákveðið að loka leiðinni milli Norður- og Austurlands um Möðrudalsöræfi frá klukkan 20:00 í kvöld. Varað er við miklu norðvestanhvassviðri á Austfjörðum og líkur eru á að fleiri vegir lokist.

Lesa meira

Von á vandræðum í óvenju langvinnum og vondum sumarbyl

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun sem gildir frá seinni parti mánudags til þriðjudagskvölds. Útlit er fyrir að færð á vegum spillist vegna hríðar og íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og búfénaði. Gular viðvaranir síðar í vikunni gætu enn orðið verri.

Lesa meira

Tónlist getur raunverulega gert kraftaverk

Margrét Perla Kolka Leifsdóttir, framhaldsskólakennari í Neskaupstað, lærði tónlistarmeðferð í Danmörku á sínum tíma. Hún hefur í gegnum tónlistina náð sambandi við fólk langt gengið með alzheimer-sjúkdóminn.

Lesa meira

Vel gekk að aðstoða súralsskip í vandræðum í Reyðarfirði

Bilun varð í vélbúnaði súrálsskipsins Clear Sky sem var á leið inn Reyðarfjörð með fullfermi snemma á laugardaginn var. Þurfti að kalla Landhelgisgæsluna til aðstoðar þar sem skipið var of þungt fyrir dráttarbáta á svæðinu en fljótt og vel gekk að draga skipið til hafnar á Mjóeyri þegar Þór kom á svæðið.

Lesa meira

Full ástæða til að taka veðrið alvarlega

Almannavarnir á Austurlandi beina því til fólks að vera sérstaklega ekki á vegum úti á kvöldin eða nóttunni í ljósi óveðurs sem spáð er næstu daga. Búið er að lengja í viðvörunum vegna þess.

Lesa meira

Síldarvinnslan hættir við kaupin á Ice Fresh Seafood

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood gangi til baka. Síldarvinnslan segir Samkeppniseftirlitið hafa gengið of langt í könnun sinni á kaupunum á sama tíma og hún þurfi að einbeita sér að bolfiskhluta félagsins vegna jarðhræringanna í Grindavík.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.