Allar fréttir
Gleðilegt að geta haldið ráðstefnu um kvenna- og kynjasögu á Austurlandi
Ríflega 20 fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnu um kvenna- og kynjasögu sem haldin verður á Seyðisfirði og Egilsstöðum á föstudag og laugardag. Saga austfirskra kvenna verður þar í öndvegi.Áframhaldandi rok næsta sólarhringinn
Útlit er fyrir áframhaldandi storm á Austurlandi næsta sólarhringinn hið minnsta. Vonir eru um að veðrið fari að ganga niður upp úr hádegi á fimmtudag.Sorg í Neskaupstað vegna andláts leikskólabarns
Fjölmenn minningarstund var haldin í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn úr bænum lést í byrjun vikunnar á sjúkrahúsi í Svíþjóð eftir bráð veikindi. Sóknarprestur segir sorgina þungbæra í samfélaginu.Kynna nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í Fljótsdal
Auglýsing um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir nýrri íbúðabyggð í landi Hamborgar í Fljótsdal hefur verið birt og er skipulagsbreytingin nú til umsagnar og vinnslu hjá Skipulagsstofnun.
Vindstyrkurinn fór hátt í 60 metra á sekúndu í Hamarsfirði
Hvassviðrið austanlands hefur óvíða verið meira en á Djúpavogi og í fjörðunum sunnan af bænum en mesti vindstyrkurinn þar fór langleiðina í 60 metra á tímabili í Hamarsfirði í fyrrinótt. Eina tjónið sem vitað er um er þegar húsbíll valt út af veginum í Álftafirði en engin slys urðu á fólki.