Ekkert skólahald verður á Vopnafirði né Fljótsdalshéraði á morgun vegna veðurspár. Lögregla áréttar við fólk að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurland hvetur íbúa til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu ef óveðursspár fyrir morgun, miðvikudag, ganga eftir.
Talsverðar líkur eru taldar á rafmagnstruflunum á Austurlandi fram yfir hádegi í dag vegna ísingar sem sest á rafmagnslínur. Morguninn og nóttin hafa að mestu verið tíðindalítil hjá viðbragðsaðilum.
Kennt er í skólum í Fjarðabyggð, á Djúpavogi og Seyðisfirði í dag en foreldrum falið að meta hvort þeir sendi börn sín til skóla. Veður er að versna á Austurlandi þótt veðurspár séu skárri en þær voru í gærkvöldi. Vegagerðin hjálpaði einum vegfarenda á Fagradal í morgun en leiðin er meðal þeirra sem hefur verið lokað.