Allar fréttir
Yfirheyrslan: Kennari á daginn, pönkari á kvöldin
Ágúst Ingi Ágústsson er kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, körfuboltaþjálfari og trommuleikari hljómsveitarinnar DDT Skordýraeitur. Hljómsveitin hélt nýverið pönkrokkhátíðina Oriento im cuulus eða Austur í Rassgati.
Helgin: Meira en bara sameiningarkosningar
Þótt kosning um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Mið-Austurlandi verði að teljast til stærstu viðburða helgarinnar er ýmislegt annað í boði, svo sem kvikmyndasýningar, tónleikar, afmæliskaffi og messur sem marka tímamót.Sameining samþykkt á Borgarfirði
Íbúar á Borgarfirði eystra samþykktu í dag sameiningu við Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstað og Djúpavogshrepp.Framtíðin er í þínum höndum: Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu
Á laugardaginn kemur verður gengið til kosninga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sameiningarviðræðurnar eiga sér töluverðan aðdraganda. Sveitarfélögin fjögur reka, í samstarfi við Fljótsdalshrepp og Vopnafjarðarhrepp, sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd og brunavarnir.Hátt í 80% kjörsókn á Djúpavogi
Kjörfundi er lokið í tveimur sveitarfélögum af fjórum þar sem í dag er kosið um sameiningu. Kjörsókn virðist ætla að verða hlutfallslega best á Djúpavogi en slökust á Fljótsdalshéraði.Fólksbíll fór útaf á Fjarðarheiði
Ökumaður réð ekki við veðrið á Fjarðarheiði sem olli því að bíllinn með sex erlendum ferðamönnum fór útaf en engin slasaðist.