Allar fréttir

Tilraunir til ræktunar iðnaðarhamps í Berufirði vekja athygli ráðherra

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir athugandi að kanna hvort hægt sé að liðka regluverk til að gera ræktendum iðnaðarhamps auðveldara fyrir til að skapa verðmæti úr framleiðslu sinni. Ábúendur á bænum Gautavík í Berufirði hafa í sumar gert tilraunir með ræktun iðnaðarhamps.

Lesa meira

Sameining?

Markaðssetningin á sameiningu Austurkragans er mér ekki að skapi. Markmið kynningarfunda var að vinna hugmyndinni fylgi en ekki að upplýsa, þetta voru hnitmiðaðir áróðursfundir. Mér fyndist eðlilegt að í hverjum byggðakjarna væri íbúafundur þar sem heimamenn skoðuðu málefnið frá sínum bæjardyrum. Frá Seyðisfirði reyni ég það.

Lesa meira

Segið já 26. október - Aukinn slagkraftur

Ef sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður samþykkt mun nýtt sveitarfélag hafa sterkari rödd og stöðu í samskiptum við ríkisvaldið og í samstarfi sveitarfélaga á landsvísu.

Lesa meira

Lægra verð skilar fleirum í flugið

Vopnfirðingar nýta sér í auknu mæli að fljúga til Akureyrar eftir að fargjöld þangað lækkuðu með nýjum samningi við ríkið í byrjun árs 2017. Flugið eru einu almenningssamgöngurnar sem íbúar staðarins hafa aðgang að.

Lesa meira

„Bjóst ekki við að selja fyrir svona mikið“

Árný Birna Eysteinsdóttir, tíu ára, afhenti í síðustu viku Krabbameinsfélagi Austurlands hátt í 150 þúsund krónur sem hún safnaði til styrktar félaginu með að selja muni sem hún hafði perlað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar