Allar fréttir

Tekist á um opnunartíma Stefánslaugar 

Hrundið hefur verið af stað undirskriftarsöfnun til að fá breytt opnunartíma Stefánslaugar í Neskaupstað breytt þannig að framvegis verði opið frá 10-16 á laugardögum í stað 12-18 eins og er. Skiptar skoðanir eru meðal Norðfirðinga um málið.

Lesa meira

Mizunodeildin farin af stað

Fjórir leikir fóru fram í Mizunodeildinni í blaki um helgina. Karla og kvennalið Þróttar Neskaupstað tóku á móti núverandi Íslandsmeisturum KA og spiluðu liðin tvo leiki hvor. Karlalið Þróttar fór með sigur úr báðum sínum leikjum en kvennalið KA sigraði í sínum leikjum.

Lesa meira

Rússnesk Hamingja er... í Neskaupstað

Saga menningartengsla Neskaupstaðar og Rússlands teygir sig langt aftur. Sjöunda rússneska kvikmyndavikan á Íslandi var haldin fyrr í september en undanfarna viku hefur hún teygt anga sína út á land og því er við hæfi að nú á sunnudaginn verður rússneska kvikmyndin Hamingjan er… sýnd í Egilsbúð í Neskaupstað. 

Lesa meira

Kveikt í rusli án leyfis

Slökkvilið frá Egilsstöðum var í gærkvöldi kallað út vegna elds sem logaði í landi Blöndugerði í Hróarstungu. Ekki var vitað í hverju logaði þegar slökkviliðið var kallað út.

Lesa meira

Fótbolti: „Vissum að við myndum skora mörk“

Fáskrúðsfirðingar geta leyft sér að fagna í kvöld eftir að Leiknir tryggði sér sigur í annarri deild karla í knattspyrnu og þar með sæti í fyrstu deild næsta sumar með 1-3 sigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknismenn þurftu að hafa fyrir sigrinum eftir að hafa verið undir í hálfleik en þjálfarinn og fyrirliðinn voru sammála um að sigurinn væri samt innan seilingar.

Lesa meira

Skorar á fólk að fara í Tónspil

Tónspil í Neskaupstað hefur verið starfandi um árabil og þykir einstök því ekki eru margar álíka verslanir til á landinu. Mörgum þykir afar vænt um búðina og einn af þeim er Norðifirðingurinn Daníel Geir Moritz.  Hann ákvað skora á vini sína og aðra til að taka þátt í Tónspilsáskorunni.

Lesa meira

Fótbolti: Leiknismenn fögnuðu deildarmeistaratitlinum – Myndir

Leiknir Fáskrúðsfirði leikur í næst efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir 1-3 sigur á Fjarðabyggð í lokaumferð annarrar deildar í dag. Sigurinn tryggði þeim jafnframt deildarmeistaratitilinn og þar með fyrsta titil félagsins í landskeppni í knattspyrnu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar