Allar fréttir

„Lifi fyrir ber á haustin“

Þorbjörg Gunnarsdóttir á Egilsstöðum er mikil berjakona sem nýtur þess að fara í berjamó og útbúa góðgæti úr berjunum. „Mér líður afskaplega vel í berjamó, ein með sjálfri mér og hunangsflugunum. Þetta er mín gæðastund.“

Lesa meira

„Það þarf fólk eins og ykkur fyrir félag eins og okkar“

Krabbameinsfélagi Austfjarða voru í gær afhent rúmlega ein og hálf milljón króna sem safnað var í áheitagöngu eldri borgara í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi í sumar. Formaður Krabbameinsfélagsins segir ómetanlegt fyrir góðgerðarfélög að hafa slíkt bakland.

Lesa meira

Tesla boðar ofurhleðslustöð á Egilsstöðum

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla birti nýverið upplýsingar á vef sínum um að ein af þremur væntanlegum ofurhleðslustöðvum þess hérlends verði staðsett á Egilsstöðum. Talsmaður fyrirtækisins segir markmiðið að koma upp stöðvum þannig að eigendur Teslu bifreiða geti ferðast í kringum landið.

Lesa meira

Mikilvægur áfangi: Hjúkrunarfræðingur ráðinn á Borgarfjörð

Hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á Borgarfjörð eystri á ný, en enginn hjúkrunarfræðingur hefur verið þar búsettur síðustu fjögur ár. Borgfirðingar segja um öryggismál að ræða að hafa fagmanneskju í firðinum til að sinna bráðatilvikum.

Lesa meira

Verja þarf íbúabyggð á Seyðisfirði vegna skriðuhættu

Í nýju áhættumati vegna ofanflóða á Seyðisfirði stækka hættusvæði í suðurbænum undir Neðri-Botnum talsvert vegna þess að hætta af völdum stórra skriðna er metin meiri en áður. Það kallar á varnaraðgerðir fyrir íbúðabyggðina og aukna vöktun. 

Lesa meira

Kominn tími til að ræða um snjallt dreifbýli

Málþing verður haldið samtímis á sex stöðum á landinu, þar á meðal Reyðarfirði, á fimmtudag um tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni. Framtíðarfræðingur segir ýmis tækifæri til staðar ef innviðirnir eru fyrir hendi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar