Framleiðslumet á makríl í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar
Þann 29. ágúst var sett framleiðslumet í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar 820 tonn af makríl fóru gegnum húsið á einum sólarhring.
Þann 29. ágúst var sett framleiðslumet í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar 820 tonn af makríl fóru gegnum húsið á einum sólarhring.
Þorbjörg Gunnarsdóttir á Egilsstöðum er mikil berjakona sem nýtur þess að fara í berjamó og útbúa góðgæti úr berjunum. „Mér líður afskaplega vel í berjamó, ein með sjálfri mér og hunangsflugunum. Þetta er mín gæðastund.“
Hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á Borgarfjörð eystri á ný, en enginn hjúkrunarfræðingur hefur verið þar búsettur síðustu fjögur ár. Borgfirðingar segja um öryggismál að ræða að hafa fagmanneskju í firðinum til að sinna bráðatilvikum.
Í nýju áhættumati vegna ofanflóða á Seyðisfirði stækka hættusvæði í suðurbænum undir Neðri-Botnum talsvert vegna þess að hætta af völdum stórra skriðna er metin meiri en áður. Það kallar á varnaraðgerðir fyrir íbúðabyggðina og aukna vöktun.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.