Allar fréttir

Neitunarvald í höndum íbúa Fljótsdalshéraðs

Staðfest hefur verið að kosið verður um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps laugardaginn 26. október. Tvo þriðju hluta íbúa eða sveitarfélaganna þarf til að samþykkja sameininguna sem tæki formlega gildi næsta vor.

Lesa meira

Ákærður fyrir að falsa greiðslukvittun

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir skjalafals með að því að hafa framvísað falsarði greiðslukvittun í milliríkjaviðskiptum.

Lesa meira

Kunni ekkert í hönnun eða saumaskap

„Í alvöru, ég kunni ekkert þegar ég fór af stað, hafði aldrei lært neitt um hönnun eða saumaskap,” segir María Lena Heiðarsdóttir Olesn frá Egilsstöðum, eigandi fyrirtækisins M Fitness, en hún hannar og selur íþróttaföt undir því nafni sem njóta mikilla vinsælda.

Lesa meira

Helgin: Blanda af sirkus, gríni og almennu rugli með fullorðinsbragði

„Vegna fjölda fyrirspurna; já, það verður hægt að kaupa brjóstadúska á staðnum,” segir fjöllistakonan Margrét Erla Maack, sem verður með sýninguna Búkalú ásamt sínum uppáhalds skemmtikröftum í Havarí á laugardagskvöldið. Margrét Erla segir sýninguna ekki henta fólki undir 18 ára og ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.

Lesa meira

Fjölmennasta ganga gönguvikunnar frá upphafi

Yfir 150 manns tóku þátt í fjölskyldugöngu um Vattarnes, yst í sunnanverðum Reyðarfirði, í gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð í síðustu viku. Sú ganga er sú fjölmennasta í tólf ára sögu vikunnar.

Lesa meira

Væri til að geta hreyft hluti með hugarorkunni

„Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á því að skipuleggja og þess vegna á starfið vel við mig. Ég elska þegar mikið er um að vera í kringum mig og bærinn fyllist af fólki, en þá skapast svo skemmtileg stemmning hjá okkur, ” segir Selja Janthong, framkvæmdastjóri Vopnaskaks sem fram fer á Vopnafirði um helgina. Selja er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Hægt að senda inn úrbótatillögur með lítilli fyrirhöfn

„Þetta snýst um að benda á það sem auðvelt er að laga í umhverfinu og við hvetjum fólk til að leggja til úrbætur sem eru hófsamar og raunsæjar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um svokallaðar úrbótagöngur og sérstakan úrbótavef sem opnaður hefur verið. María var í viðtali hjá N4 vegna málsins fyrir skömmu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar