Allar fréttir

„Við tókum ítölskuna alla leið”

„Við ákváðum að breyta algerlega um konsept, færa okkur yfir á ítalska vísu, en þó eru nokkrir réttir með íslensku tvisti,” Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri 701 Hotels, um veitingastaðinn Glóð í Valaskjálf, sem nýlega var opnaður aftur eftir breytingar. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Glóð fyrir stuttu. 

Lesa meira

Verkefni Alþingis að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar

Alþingi þarf að tryggja samkeppnishæfni byggða með að tryggja bæði að nauðsynlegustu innviðir séu til staðar og að setið sé við sama borð í möguleikum á nýtingu þeirra. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og blikur í efnahagsmálum var meðal þess sem rætt var eldhúsdagsumræðum á Alþingi á þriðjudag.

Lesa meira

Hætt við enn frekari skerðingu þjónustu hjá sýslumanni

Útlit er fyrir á enn frekari skerðingu þjónustu sýslumannsins á Austurlandi ef ekki verður brugðist við fjárhagsvanda embættisins. Bæjarfulltrúar á Fljótsdalshéraði segja ríkið brjóta lög með að standa ekki undir þjónustu og benda á að ekki hafi verið staðið við fyrirheit sem gefin voru við sameiningu sýslumannsembætta árið 2015.

Lesa meira

Heillaðist af tækninni í sjávarútvegi

Fanney Björk Friðriksdóttir er 26 ára Vopnfirðingur og starfar sem gæðastjóri HB Granda á Vopnafirði. Hún er sjávarútvegsfræðingur að mennt og segir að sjávarútvegurinn sé að þróast frá því að vera jafn mikill karlageiri og hann hefur verið.

Lesa meira

Að sjá hið ósýnilega

„Æskuvinkona mín, Sunna Sigfúsdóttir, er ein þeirra kvenna sem segja sögu sína í myndinni. Hún er hæfileikarík og fluggáfuð en þegar ég var búin að fylgjast með hrakförum hennar á vinnumarkaði og einkalífinu, sem og lesa bókina hennar „CV of a Martian“ fór ég að spá í að kannski væri hún á einhverfurófi og sagði það við hana. Sunna segir svo frá rest í myndinni,” segir Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, félagsmálastjóri í Fjarðabyggð um heimildamyndina Að sjá hið ósýnilega sem sýnd verður á Eskifirði annað kvöld.

Lesa meira

Líf með litum - Sumarsýning Tryggvasafns

Ný sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á morgun laugardag og ber hún heitið Líf með litum. Á sýningunni eru 42 verk og er henni ætlað að gefa gott yfirlit um allan listamannsferil Tryggva Ólafssonar. Elsta myndin á sýningunni er frá árinu 1954, þegar listamaðurinn var 14 ára að aldri, en nýjustu myndirnar eru frá árinu 2017.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar