Allar fréttir

Kynningar á sýningum sumarsins í Angró í kvöld

„Það verður mikið stuð hjá okkur í kvöld en þá ætlum við að kynna sýningar sem verða á verkum Dieter Roth í Angró, gömlu sögufrægu húsi hér á Seyðsifirði í sumar,“ segir Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Seyðisfjarðar.

Lesa meira

Endurminningar Mjóafirðings úr Spánarstríðinu

„Við urðum strax forvitin um lýsingar Íslendings á stríði á erlendri grundu,” segir Einar Kári Jóhannsson, framkvæmdastjóri Unu útgáfuhúss sem hefur endurútgefið bókina Undir fána lýðveldisins með endurminningum byltingarmannsins Hallgríms Hallgrímssonar sem fyrstur Íslendinga tók sér vopn í hönd til að berjast gegn uppgangi fasisma í Evrópu. Hallgrímur var fæddur í Mjóafirði og fórst undan ströndum Langaness.

Lesa meira

Ellefu mánaða gamalt barn smitað af mislingum

Embætti landlæknis hefur staðfest að ellefu mánaða gamalt barn hafi smitast af mislinum. Talið er að barnið hafi smitast af því að vera í sama flugi og einstaklingur með mislinga.

Lesa meira

Félagsleg virkni nauðsynleg eftir starfslok

Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent í sálfræði og deildarformaður við Háskólann á Akureyri, segir rannsóknir benda endurtekið til þess að félagsleg tengsl séu einn af þeim þáttum sem leiða til jákvæðrar aðlögunar við starfslok. Austurbrú, í samvinnu við stéttarfélög og ýmsa aðila á Austurlandi, stóð nú í febrúar fyrir námskeiði fyrir þá sem farnir eru að huga að starfslokum.

Lesa meira

Um hvað snýst þessi kjöt umræða?

Ísland hefur mikla sérstöðu, vegna þess að hér á landi er minna um ýmsa sjúkdóma í búfé en annars staðar í heiminum. Matartengdar sýkingar í fólki eru líka hlutfallslega færri og athyglisvert er að minna er um sýklalyfjaónæmar bakteríur í fólki hér á landi en í öðrum heimshlutum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar